Magapest

Uppköst og niðurgangur eru algeng einkenni hjá hundum og köttum. Þau geta komið fram út frá fjölmörgum sjúkdómum, þ.á.m. ójafnvægis í þarmabakteríuflórunni, maga og þarmabólgum, vírus-, bakteríu og sníkjudýrasýkingum.

Í flestum tilfellum er hægt að meðhöndla einkennin með góðum árangri án þess að vera með greiningu fyrir orsökum meltingatruflananna.

  • Gefa stemmandi góðgerla t.d promax eða pro-lac

  • Fasta hundinn/köttinn í 12-24 klst. Einnig er gott skammta vatnið lítið í einu (á ekki við fyrir hvolpa og kettlinga)

  • Þegar byrjað er að gefa hundinum/kettinum aftur að borða er gott að notast við auðmeltanlegt sjúkrafóður sem fer vel í viðkvæman maga (t.d. Gastrointestinal frá Royal canine og i/d frá Hills). Kjósi eigandi heimatilbúinn mat má gefa t.d. soðinn kjúkling og hrísgrjón. Mikilvægt er gefa lítið í einu og oftar yfir daginn fyrst um sinn.

  • Þegar niðurgangur og uppköst hafa jafnað sig og ekki verið til staðar í 2-3 daga má færa sig rólega aftur í upprunalega fóðrið

Í eftirtöldum tilfellum er mælt með að hringja í dýralækni!

  • Ef þetta er ungur hvolpur/kettlingur

  • Ef hundurinn/kötturinn jafnar sig ekki á 4-7 dögum

  • Ef uppköst vara í lengur en 24 klst hjá fastandi hundi/ketti

  • Ef niðurgangurinn/uppköstin eru blóðug

  • Ef niðurgangurinn er kolsvartur

  • Ef hundurinn/kötturinn fer ekki að borða eða drekka nóg eftir föstuna

  • Ef hundurinn/kötturinn er með hita (yfir 39°C þegar mælt er með rassamæli)