Halldóra Hrund

Dýralæknir

Halldóra útskrifaðist sem dýralæknir frá Kaupmannahafnarháskóla (Det Sundhedsvidenskabeling Fakultet Københavns Universitet) árið 2009 þar sem hún var á gæludýrabraut. Eftir útskrift vann hún við afleysingar víðsvegar um landið. Hún hefur starfað í Víðidalnum síðan 2012 og er ein af eigendum spítalans.

Halldóra hefur sótt fjölmörg námskeið og fyrirlestra í gegnum tíðina en hefur lagt áherslu á skurðlækningar. Hún lauk framhaldsnámi í skurðlækningum smádýra á Englandi árið 2019 (General Practitioner Certificate in Small Animal Surgery, Postgraduate Certificate Small Animal Surgery, Improve International, ESVPS, Harper Adams University) og hefur lagt áherslu á beinaaðgerðir.

Halldóra á tvö börn, tvær kóngapúðlur þá Krumma og Lúkas og Cornish Rex köttinn Kornelíus. Hún spilar á kornett í lúðrasveit og hefur gaman af útivist og skíðaiðkun.

Halldóra Hrund dýralæknir