Helgi

Helgi útskrifaðist sem dýralæknir frá Dýralæknaskólanum í Osló í Noregi 1977 og hefur verið einn af eigendum Dýraspítalans í Víðidal frá stofnun hans.

Helgi lauk doktorsprófi (Ph.D.) frá uDen Kongelige Veterinær og Landbohøjskolen í Kaupmannahöfn árið 1986 þar sem viðfangsefnið var klínísk efnafræði og efnaskiptasjúkdómar og lauk svo sérfræðiprófi í hestadýralækningum frá Dýralæknaskólanum í Osló árið 1994. Hann lauk auk þess meistaraprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2009 og hefur skrifað 6 bækur.

Helgi sinnir vitjunum í hesthús, aðgerðum og söluskoðunum á hrossum og til þess að fá beint samband við hann er hægt að hringja í síma 892-1719

Helgi á fjögur börn og helstu áhugamál hans eru sagnfræði, lestur og fótbolti.

Dýralæknir