Lísa

Dýralæknir

Lísa útskrifaðist sem dýralæknir frá Freie Universität í Berlín árið 1999. Eftir útskrift starfaði hún sem dýralæknir í Borgarfjarða- og Mýrarsýslu en hefur starfað í Víðidalnum síðan 2001 og er ein af stofneigendum spítalans.

Lísa lauk sérnámi í fagdýralækningum sjúkdóma hunda og katta (CertSAD) árið 2007 og sækir reglulega námskeið og ráðstefnur. Auk þess hefur hún sérhæft sig í augndýralækningum (PgCSAO) og er eini dýralæknir á landinu sem hefur lokið því námi. Vorið 2023 framkvæmdi Lísa, ásamt þýskum augnsérfræðingi, vel heppnuð augasteinaskipti í tveimur hundum.

Lísa sat í vísindanefnd dýralæknafélagsins í mörg ár, hún á tvo syni, 9 ára Griffon hundinn Klemma og nokkra hesta. Hennar helstu áhugamál eru hestamennskan og útivist.

Lísa Bjarnadóttir dýralæknir