Ólöf

Dýralæknir

Ólöf útskrifaðist frá Den Kongelige Veterinær og Landbohøjskolen í Kaupmannahöfn árið 1994. Hún hefur starfað sem dýralæknir í Víðidalnum síðan 1996 og hefur verið ein af eigendum Dýraspítalans í Víðidal ehf. frá stofnun hans.

Ólöf lauk sérnámi í fagdýralækningum sjúkdóma hunda og katta (CertSAD) árið 2007 og sækir reglulega námskeið og ráðstefnur. Auk þess hefur hún lokið framhaldsnámi í hjartasjúkdómum hunda og katta hjá ESAVS (European School for Advanced Veterinary Studies).

Hún hefur setið í stjórn Kattavinafélags Íslands síðan 1996 og var í vísindanefnd HRFÍ í mörg ár.

Ólöf á tvö börn, kettina Ófeig og Sandstorm og nokkra hesta. Helstu áhugamál hennar eru tennis og hestamennska.

Ólöf Loftsdóttir dýralæknir