Snædís Anna

Aðstoðarmaður

Snædís er með BSc. gráðu frá Landbúnaðurháskóla Íslands og var langt komin með MSc. gráðu í búvísindum með áherslu á markaðsmál og dýravelferð áður en hún sneri sér að öðru. Hún starfaði sem sauðfjárbóndi í 4 ár en hóf störf í Víðidalnum vorið 2022.

Snædís aðstoðar dýralækna við dagleg störf á spítalanum og sinnir m.a. ummönnun innlagnarsjúklinga og eftirliti með dýrum eftir aðgerðir, afgreiðslu, samfélagsmiðlum og heimasíðu Dýraspítalans.

Snædís á tvö börn, Border Collie tíkina Myllu og köttinn Dýra.
Í frístundum reynir hún að ferðast og eyða tíma með fjölskyldu og vinum.