Snæfríður Aþena

Dýrahjúkrunarfræðingur

Snæfríður kláraði nám í Animal management árið 2011 og útskrifaðist svo sem dýrahjúkrunarfræðingur árið 2015. Hún lærði í Bath College í Radstock í Bretlandi og hefur starfað á Dýraspítalanum í Víðidal síðan 2016.

Snæfríður aðstoðar dýralækna við dagleg störf á spítalanum og er auk þess sérþjálfuð til að aðstoða á skurðstofu og í svæfingum. Hún hefur sótt námskeið í svæfingum og verkjastillingum og hefur áhuga á áframhaldandi þjálfun í atferlisfræði dýra.

Snæfí á eina dóttur og kisuna Poppet. Hún hefur áhuga á leiklist og kvikmyndum og er með diploma í hljóðhönnun kvikmynda.

Dýrahjúkrunarfræðingar eru mikilvægur hlekkur í rekstri dýraspítala og það er mikið fagnaðarefni að þeim skuli vera að fjölga hér á landi !